Um vefinn

Tilgangurinn með Hljóðsafninu er að varðveita hljóðrit Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns til frambúðar og bæta aðgang að þeim.

Í Hljóðsafninu eru aðgengileg stafræn afrit af útgefnum íslenskum hljóðritum (hljómplötum, geisladiskum, snældum og vefútgáfu) og stafræn afrit af viðtölum úr safni Miðstöðvar munnlegrar sögu (þar sem liggur fyrir samþykki hlutaðeigandi).

Í Hljóðsafninu eru ekki öll útgefin hljóðrit en unnið er jafnt og þétt að stafrænni yfirfærslu.


Réttindamál – Aðgangur að höfundarréttarvörðu efni í Hljóðsafni

Hljóðskrár

Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni er heimilt skv. samkomulagi við STEF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar) dagsettu 9. júlí 2018 að gera aðgengilega stafræna hljóðbúta úr höfundaréttarvörðum verkum í Hljóðsafni (25 sekúndur).

Ekki er heimilt að nota hljóðbúta eða endurbirta á nokkurn hátt án samþykkis höfundar eða STEFs eftir því sem við á.

Hljóðskrár í fullri lengd eru aðgengilegar í Þjóðarbókhlöðu.

Myndverk

Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni er heimilt skv. samkomulagi við FTT (Félag tónskálda og textahöfunda) dagsettu 4. nóvember 2018 að gera aðgengilegar stafrænar myndir af bæklingum og umslögum er fylgja hljóðritum sem eru aðgengileg á vefsíðu safnsins í Hljóðsafni.


Heildarfjöldi hljóðskráa

74.741

Aðgengilegar innan safnsins

74.716

Aðgengilegar almenningi

í fullri lengd:
720
fyrstu 25 sekúndur: ©
69.296
Samtals:
70.016