Titill: A Machine That Runs on Blood

Flytjandi
Ár
Útgefandi
Athugasemd
Upplýsingar á Bandcamp (https://astthor.bandcamp.com/album/a-machine-that-runs-on-blood):
Hæhæ
Ég heiti Ástþór Örn og ég er að fara að gefa út plötu þann 25. nóvember!
Platan heiti “A Machine That Runs On Blood” og er það önnur platan mín en kom sú fyrsta út síðasta vor og hún fékk nafnið Necropolis.
Það sem einkenndi Necropolis var allur glundroðinn, öll lætin og skítugu hljóðin. Á nýju plötunni hef ég farið að færa mig aðeins meira yfir í hreinni og opnari hljóð og meiri ambience er að finna á seinni plötunni.

Nýja platan samanstendur af 7 lögum sem ég hef verið að búa til síðasta rúma hálfa árið. Í gegnum ferlið hlustaði ég mikið á hljómsveitir eins og The Prodigy, Aphex Twin og Front Line Assembly og voru það áhrifin sem ég var undir á meðan ég samdi lögin á A Machine That Runs On Blood.
Það sem einkennir plötuna mest myndi ég segja að væri þessi drungalega orka sem liggur yfir plötunni allri á einn eða annan hátt. Lög eins og A Machine That Runs On Blood og Dungeon Cell sem opna og loka plötunni eru bæði með þennan ógnvekjandi fíling þar sem að fyrra lagið átti að hljóma eins og verksmiðja eða sjálf vélin sem rennur á blóði og myndi ég tala um lagið sem einhverskonar “industrial breakcore” og svo er seinna lagið í “dungeon synth” anda en ég tók kirkjuklukkur og lék mér með hljóðið og gerði það ógnvænlegt þannig að þegar B kaflinn kemur er það eins konar léttir sem hlustandinn finnur fyrir þangað til að bassinn út A kaflanum birtist í B.
Uppáhalds lögin mín eru Small Man Who Lives In My Walls og Garden Of Bliss.
Bæði lögin ýttu mér út fyrir þægindarammann minn mest af þeim 7 lögum sem er að finna á A Machine That Runs On Blood.
Ég hlakka rosalega mikið til að deila með ykkur þessari nýju tónlist!
released November 25, 2022
Afritað 28.11. 2022 af:
https://astthor.bandcamp.com/album/a-machine-that-runs-on-blood
Mynd


Flokkur
Tónlist
Upprunalegt snið
Vefútgáfa
Lengd
© [01:57]