Titill: Saliva

Ár
Útgefandi
Athugasemd
Forgotten Lores eru: Diddi Fel (Kristinn H. Sævarsson), Class B (Baldvin Þór Magnússon), Byrkir B (Birkir Björns Halldórsson), Intro (Ársæll Þór Ingvason) og B-Ruff (Benedikt Freyr Jónsson).
Upplýsingar af Coxbutter.com 10. ágúst 2010:
Forgotten Lores
Rest Of 2000 - 2007 (Rare, Unreleased & Remixes)
Hinir fimm fræknu í Forgotten Lores eru íslenskum hip hop hausum vel kunnugir. Eftir tvær stórgóðar breiðskífur og ótal tónleika hafa þeir náð eyrum fjölda fólks, ekki bara innan hip hop samfélagsins heldur einnig hjá tónlistaráhugafólki almennt.
Fyrir rétt rúmu ári síðan kom út síðasta plata þeirra "Frá Heimsenda", en þá höfðu aðdáendur sveitarinnar mátt bíða í þrjú ár eftir að þeir fylgdu eftir frumburði sínum "Týnda Hlekknum".
Hvort eða hvenær ný plata lítur dagsins ljós er ómögulegt að segja til um, því FL eru oftast ansi dreifðir um heiminn og sjaldnast á sama stað á sama tíma.
"REST OF 2000 - 2007" er samansafn af gömlum og fágætum upptökum, áður óútgefnu efni og endurhljóðblöndunum sem safnast hafa saman síðan að FL-liðar hófu samstarf sitt árið 2000.
Sumt af þessu efni hefur áður komið út á safnplötum, mixteipum eða í gegnum netið á meðan sumt hefur aldrei heyrst í eyrum almennings fyrr en nú.
Fyrir þá sem þegar hafa gerst óþreyjufullir eftir nýrri FL plötu vonum við að þessi útgáfa muni veita einhverja hugarró. Og fyrir restina, hvort sem þið þekkið Forgotten Lores og þessi lög eða ekki, þá vonum við að þið hafið gaman af!
CoxButter 2008 ©®™ - For information and more FREE downloads, check out www.COXBUTTER.com!
Afritað 10. 10. 2010 af: Coxbutter.com
Mynd


Flokkur
Tónlist
Upprunalegt snið
Vefútgáfa
Lengd
© [03:24]