Titill: Mollody

Flytjandi
Albúm
Ár
Útgefandi
Athugasemd
Helga014.
Intro Beats/IntroBeats er Ársæll Þór Ingvason.
Upplýsingar af Bandcamp:
Intro Beats er með lagið Mollody, þar sem léttleikandi brotnir taktar dansa í kringum skemmtilegan hljómagang. Intro Beats, eða Addi Intro, hefur verið lengi að. Hann er hluti af Forgotten Lores hópnum, sem eru ein besta Hip Hop sveit á Íslandi og hefur sent frá sér tvær frábærar plötur. Intro Beats hefur áður gefið út eina sólóplötu, Tivoli Chillout, en þar fékk hann 15 gestarappara til að hjálpa sér við gerð plötunnar. Sú plata fékk góðar viðtökur og frábærar undirtektir í rappmenningunni á Íslandi. Í lok síðasta árs kom út breiðskífan Halftime og fékk hún prýðisdóma gagnrýnenda, sem og raftónlistaráhugamanna. Innlimun Intro Beats í Möller fjölskylduna hefur spunnið af sér áhugaverða blöndu af hipphopp og hefðbundinni raftónlist og er hægt að bera saman afraksturinn við það besta sem gerist hjá Brainfeeder eða Alpha Pup útgáfunum.
Afritað 8. 12. 2015 af: https://mollerrecords.bandcamp.com/album/helga-vol-2
Mynd


Flokkur
Tónlist
Upprunalegt snið
Vefútgáfa
Lengd
© [04:42]